Á síðustu árum hefur Erik Bagger komið með frumlega strauma inn í danska hönnun, en félagarnir Erik Bagger og Frederik Oluf Brønnum stofnuðu félagið árið 2003.
Stefna félagsins er að búa til hagnýta og vel hannaða vöru sem höfðar til sem flestra. Nýjustu vörurnar frá Erik Bagger bera það greinilega með sér enda eru þær stílhreinar, einfaldar og ekki síst nytsamar.
Fegurðin liggur oft í einfaldleikanum.