Valfoss leggur áherslu á faglega og virðisaukandi þjónustu
Open
X

Þjónusta.

Persónuleg þjónusta

Viltu gera fyrirtækið þitt sýnilegra eða vantar þig tækifærisgjöf til starfsmanna eða viðskiptavina?

Við hjá Gjafafélaginu Valfoss höfum um árabil lagt áherslu á að bjóða upp á hágæða vöru og persónulega þjónustu þar sem þarfir viðskiptavinarins eru í fyrirrúmi.

Við bjóðum upp nær ótakmarkaða möguleika í merktri og ómerktri auglýsingavöru ásamt sérframleiðslu ýmiskonar fyrir hönnuði og fyrirtæki í gegnum framleiðendur í Evrópu og Asíu.

Gjafafélagið Valfoss er félagi í alþjóðlegu samtökunum IPPAG (International Partnership for Premiums And Gifts), en samtökin sérhæfa sig í ströngu gæðaeftirliti og hagkvæmni í innkaupum ásamt þróun viðskiptasambanda við framleiðslufyrirtæki og hönnuði um allan heim.

Stór hluti af rekstri fyrirtækisins er innflutningur á hágæða gæðavöru frá þekktum hönnuðum eins og Rosendahl, Erik Bagger, Menu, Stelton, Eva Solo og fleirum. Á undanförnum árum höfum við lagt meiri áherslu á íslenska hönnun sem sífellt er að verða stærri hluti af vöruframboði fyrirtækisins.